sunnudagur, nóvember 09, 2003

Namminamm

Ég fór í afmælisveislu í dag hjá honum Hannesi vini mínum sem verður tveggja ára á morgun. Þar fékk ég að smakka eitthvað það allra frábærasta sem ég hef nokkurn tímann vitað, nefnilega súkkulaðiköku með súkkulaðikremi og nammi. Þetta var svo rosalega gott að ég átti nú bara dálítið bágt með mig. Jæja eða kannski mjög bágt með mig, en það var nú bara af því mamma var eitthvað að reyna að skipta sér af hvernig ég fór að því að borða kökuna. Ég var dauðhrædd um að hún ætlaði kannski bara að taka kökuna af mér eða eitthvað, svo mér þótti vissara að öskra dálítið á hana mömmu mína. Ég var líka eina stelpan í afmælinu, svo ég þurfti nú aðeins að láta til mín taka. Þegar við síðan komum heim fékk ég annað sem mér þykir alveg rosalega gott, sem er steikt ýsa. Alveg finnst mér það sérlega góður matur, ég hámaði helling í mig og borðaði alveg sjálf með gafflinum mínum og allt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli