miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Detta meirrrra bljáða

Já þetta var nú meira brjálaða sumarfríið, ég er búin að fara á Vestfirði, Suðurland og til Danmerkur, kaupa nýtt tjald og ný dekk, fá eyrnabólgu, fara í skip, flugvél, rússíbana, vatnsrennibraut og dýragarð og lenda í miklum ævintýrum. Við mamma ætlum nú að reyna að setja saman ferðasögu en það á örugglega eftir að taka sinn tíma, svo þið verðið bara að bíða róleg gott fólk. Svo er nú mikið fjör hjá mér núna, mamma er í vinnunni en við pabbi erum heima og svo koma Tanja og Telma og leika við mig og fara með mér á róló. Það er sko "losa gaman". Við ætlum að vera heima þessa viku, og svo á mánudaginn byrja ég á leikskólanum! Vá hvað við mamma hlökkum til. Ég er nú orðin svotil altalandi, flinkari en mamma að segja err, og kann að syngja Í leikskóla er gaman (eða reyndar "gokkóla") svo ég er bara eiginlega orðin stór og alveg tilbúin að byrja í leikskólanum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli