laugardagur, ágúst 21, 2004

Í leikskóla er gaman


Svona er ég mikil pæja á leiðinni í leikskólann. Mér finnst "losa gaman" þar, reyndar öskra ég alltaf og hangi í mömmu þegar hún skilur mig eftir, en það er nú bara af því að ég er svolítið mikið að reyna að stjórna henni þessa dagana. En svo bara borða ég morgunmatinn með bestu lyst, svo syng ég með vinkonum mínum, hnoða leir og lita, leik mér úti og inni og allir eru með. Ég fæ líka hádegismat og nónhressingu og eftir hádegismatinn fæ ég að leggja mig með vinkonum mínum, það er svo notalegt. Þegar mamma og pabbi koma að sækja mig þarf ég að sýna þeim allt og vil helst ekki fara heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli