þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Menningarpæja

Ég fór út í bæ með mömmu um helgina. Ég var reyndar pínu hissa að hún skyldi koma með, yfirleitt eru þau pabbi heima að smíða þegar ég fer í bæinn. En í þetta sinn fékk mamma að koma með mér (pabbi var í útlöndum í flugvélinni hátt í loft), Þórður kom líka með okkur og svo hittum við ömmu og afa í bænum. Ég skemmti mér hið besta, fékk að fara í hoppukastala og bolla sem snerust, fékk popp og blöðru, sá línudansara og dansaði með þeim og fór svo á rokktónleika þar sem ég dansaði og klappaði af mikilli innlifun með blöðru í annarri og snuddu í hinni. Við mamma vorum síðan fastar í bænum og aumingja maðurinn á hjólinu hjálpaði okkur, þetta var mikið ævintýri og mikið fjör.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli