sunnudagur, ágúst 29, 2004

Endalausar veislur

Þessi helgi var eiginlega bara ein samfelld veisla. Á föstudagskvöldið var afmælisveislan hans pabba, ég fékk köku og snakk og fékk að vaka langt fram á kvöld og leika við Silju frænku mína og frændur mína Hauk og Pétur. Á laugardaginn fékk ég að borða meiri köku og snakk og í dag fór ég í Heiðmörk þar sem var fullt af frændum mínum og frænkum og við fengum pylsur og kökur og snúða og alls kyns góðgæti. Það var alveg frábært veður og mjög skemmtilegt, ég söng og dansaði og lék mér og hljóp um allt. Það var sko alveg brjálað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli