þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég kann á pabba og mömmu

Ég er búin að komast að einu sem virkar ótrúlega vel á pabba og mömmu, ég segi við þau "þú ert besti vinur minn", þá alveg bráðna þau í klessu. Í gær sagði ég til dæmis við pabba, "pabbi Markús, þú ert besti vinur minn" og svo lagðist ég í fangið hans. Hann gefur mér örugglega bíl þegar ég verð nógu stór.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli