fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Veisla

Í morgun bauð ég pabba, mömmu og Sigurði Pétri í veislu í leikskólanum mínum. Það var gaman, ég bauð þeim upp á kaffi og djús og brauð. Mér fannst þetta afskaplega merkilegt og spennandi, að fá að bjóða þeim svona til mín. Svo á Hekla afmæli í dag þannig að hún bakaði köku handa okkur og við sungum fyrir hana afmælissönginn. Aldeilis veisludagur í leikskólanum mínum í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli