sunnudagur, nóvember 14, 2004
Sund og bíó
Í gær fór ég á sundnámskeið eins og venjulega á laugardögum. Ég var alveg rosalega dugleg og nú er ég búin að læra að stinga mér, ég stakk mér til dæmis tvisvar í gegnum hring, næstum eins og ljón í sirkus. Ég er líka mjög flink að kafa og sækja dót, og svo er brjálað fjör að fara í rennibrautina. Eftir sundið var svo ennþá meira fjör, því þá fékk ég að fara í fyrsta skipti í bíó. Ég fór með mömmu minni og stóra bróður, ömmu Giselu og afa Jóni, og Silju, Hauki og Pétri. Þetta var alveg brjálað, ég klappaði með þegar það kom tónlist, en ef það var engin tónlist þá bara söng ég eitthvað skemmtilegt. Svo fékk ég popp og vatn, það fannst mér alveg frábært. Og til að kóróna daginn komu amma og afi í heimsókn og borðuðu kvöldmat hjá okkur. Ég var mikið ánægð með það og teymdi þau út um allt til að sýna þeim garðinn og pallinn og svona ýmislegt. Ég var orðin ansi lúin þegar ég fór að sofa, enda gleymdi ég alveg að sofa í kerrunni minni. Þegar við mamma vorum svo að rifja upp daginn þá bað ég um að fá að fara aftur í sund, en fyrst aftur í bíó og svo sund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli