laugardagur, febrúar 18, 2006

Ljúfur laugardagur

Eftir sundið og fimleikana förum við mamma í bakarí og kaupum rúnnstykki í hádegismatinn og ég fæ að velja mér eitthvað gott í eftirmat. Í dag valdi ég mér amerískan kleinuhring með súkkulaðikremi. Þegar ég var svo búin með allt súkkulaðið ofan af honum rétti ég mömmu hálfnagaðan kleinuhringinn og sagði, "ég vil ekki meira bein".

Ég var líka að skoða myndir síðan ég var lítil og sagði þá, "ég var svo sæt þegar ég var lítil, ég sakna mín þegar ég var lítil!".

Á eftir kemur Júlía frænka mín í pössun til okkar og hún ætlar meira að segja að gista, svo þá fáum við nú að æfa okkur að hugsa um litla barn. Hún er líka ósköp sæt og rosa dugleg, hún er alltaf að reyna að skríða. Ég hlakka mikið til að fá hana og er búin að sitja úti í glugga að bíða eftir henni. Ég notaði tímann og þvoði gluggann með tungunni og höndunum, mamma var nú með einhverjar efasemdir en ég var alveg sannfærð um að glugginn væri glansandi hreinn og fínn hjá mér.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:27 f.h.

    Takk fyrir að leyfa mér að gista og passa mig :)
    Ég skemmti mér rosa vel.

    SvaraEyða