fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Nokkrar sögur

Einu sinni langaði mig í ís í brauði, en vissi ekki hvað það hét. En til að útskýra það sagði ég, mig langar ekki í íspinna, heldur svona ís í horni sem getur lekið.

Ein stúlkan á leikskólanum mínum átti afmæli, þá fengum við köku með bleiku kremi, en kakabrauðið var brúnt.

Stundum heyrir maður pínu skakkt, en finnst það alveg rökrétt. Til dæmis syng ég alltaf "Daginn í dag, daginn í dag, gef mér drottningu, gef mér drottningu!" (í staðinn fyrir "gjörði drottinn guð"). Og í Bangsímon-myndinni minni finnst mér rosalega fyndið þegar Kaninka segir við gulrótina "skiptir ekki máli þó þú þykist vera froskur" (í staðinn fyrir þroskuð).

Mamma kom í leikskólann í leigubíl til að sækja mig (pabbi var með einhverja útlendinga í bíltúr) og svo löbbuðum við heim. Þegar við komum út og ég sá hvergi bílinn okkar spurði ég mömmu, týndirðu bílnum þínum eða hvað?

Við mamma vorum í sundi að klæða okkur, ég var komin í öll fötin og mamma átti eftir að fara í sokkana sína. Þá spurði ég mömmu hvort ég mætti finna lyktina af sokkunum hennar. Mamma hló og sagði neinei. Þá spurði ég (hátt og snjallt), af hverju ekki? Er táfýla af þeim?

2 ummæli:

  1. Þú ert svo sniðug stelpa :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:27 e.h.

    Nú VERÐ ég að leggja orð í belg!
    Mér finnst sögurnar þínar svo frábærar, litla stóra stelpan mín!!!
    Rosalega er langt síðan við höfum hist. Við afi Jón hlökkum til að sjá ykkur öll sem fyrst!!!
    Hjartans kveðjur og knús

    afi Jón og amma Gisela.

    SvaraEyða