mánudagur, apríl 24, 2006

Nú eru þrír dagar búnir

Þetta var það fyrsta sem ég sagði við pabba og mömmu í morgun. Og svo spurði ég, "þá er bara einn dagur eftir, er það ekki? Á morgun fer ég til tannlæknis?". Jújú, ég fékk að vita fyrir þremur dögum síðan að ég væri að fara til tannlæknis eftir fjóra daga og ég er búin að telja niður dagana síðan. Ég hlakka ótrúlega mikið til, það er svo gaman að fara til tannlæknis. Og mér finnst líka ótrúlega gaman að fara til læknis, mér finnst bara verst hvað ég fæ sjaldan að fara núorðið. Um daginn keyrðum við mamma framhjá Læknavaktinni og þá sagði ég, "mamma þarna er læknisstofan, *hósthóst*, ég er svolítið veik!".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli