miðvikudagur, apríl 05, 2006

Allt á haus, allt á haus, er ég að verða vitlaus

Það er allt á hvolfi hjá okkur núna, mamma og pabbi eru að flísaleggja út um allt og smíða baðherbergi á efri hæðinni. Ég er ósköp þreytt á þessu, um daginn stakk ég upp á því að við fengjum okkur bara nýtt hús þar sem væri ekki allt í rúst. Vonandi verða þau fljótt búin með þessar framkvæmdir! Ég hlakka nú líka mikið til að geta farið í bað, ég bið sko yfirleitt um að fá að fara í bað ef ég er í heimsókn og sé baðkar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli