laugardagur, maí 19, 2007
Tsjúkkitt
Ég er orðin frískari, sem betur fer. Ég fékk sennilega bæði eyrnabólgu og gubbupest í einu, ég var ægilega lasin í einn dag en svo hresstist ég fljótt. Eins gott, því þá get ég hitt Silju frænku í keilu í dag og farið í afmæli til Teits og Bergs Mána á morgun. Svo er ég að fara í pössun til ömmu og afa á morgun, því mamma og pabbi og Guðmundur Steinn eru að fara til Rómar. Ég hlakka mikið til og er alltaf að skipuleggja hvað ég eigi að taka með mér og svona. En ef einhverjir innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá þýðir sko ekkert að brjótast hérna inn á meðan við erum í burtu, því Gabríel verður heima að passa húsið! Leigjendurnir ætla nefnilega að vera svo góð að passa hann fyrir okkur á meðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Róm króm. Það er miklu skemmtilegra að vera hjá ömmu og afa. Svo fær maður líka stundum pakka þegar mamma og pabbi fara til útlanda.
SvaraEyðaÉg vona samt að þau skemmti sér vel og fái gott veður og svolitla rómar-tík.