laugardagur, september 08, 2007

Speki

Á laugardögum er ekki leikskóli og skóli, þá er frí svo maður geti þvegið fötin og svoleiðis.

Maður á að taka tillit til annarra. Mér finnst mamma stundum ekki taka nógu mikið tillit til mín þegar hún leyfir mér ekki eitthvað. Mömmur eiga að taka tillit til barnanna sinna. Ég fylgist líka vel með í umferðinni hvaða bílar eru að taka tillit til annarra og hverjir ekki.

Ég er byrjuð í sellótímum og búin að fá lánað selló. Ég er mjög spennt yfir þessu og vil helst fá að spila með sprotanum (boganum). Enn sem komið er er ég þó eiginlega bara búin að læra að standa bein, hneigja mig, sitja bein og sitja með sellóið. Ég hlakka mikið til að læra meira og fara að spila fallega tónlist.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus5:08 e.h.

    mæður eru þekktar fyrir tillitsleysi, þetta er þekkt söguleg staðreynd í gegnum aldirnar. Ég hlakka líka mikið til þegar Rósin mín hefur lært að spila á sellóið og þá verður gaman að sjá hvað hún stendur bein og beygir sig fallega:)

    SvaraEyða