mánudagur, ágúst 27, 2007

Æðislegt

Það er svo gaman í skólanum, oftast þegar pabbi og mamma spyrja hvernig dagurinn hafi verið þá svara ég, það var æðislegt! Stundum segi ég reyndar að það hafi verið hundleiðinlegt og ég hati skólann, en þá er það yfirleitt af því að ég er eitthvað pirruð út í Guðmund Stein eða Gabríel. Svo hálfri mínútu seinna er það gleymt og þá var dagurinn aftur æðislegur. Í dag ætlar mamma hennar Kristínar Kolku vinkonu minnar að sækja okkur báðar og ég fæ að fara með þeim heim. Ég hlakka mikið til, það er svo langt síðan við höfum leikið saman, hún er bara nýkomin aftur úr sumarfríi. Ég er búin að brýna það vel og vandlega fyrir mömmu að hún eigi alls ekki að sækja mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli