fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Skólastúlka

Og þá var loksins komið að því, eftir allt þetta sumarfrí, að ég byrjaði í skóla. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum degi og síðustu dagana hérna heima áður en skólinn byrjaði var ég orðin mjög óþreyjufull. Mamma keyrði mig í skólann fyrsta daginn, ég byrjaði á því að fá skólaföt og skipta um föt því mér fannst ekki koma til greina að vera í öðru en skólafötum í skólanum. Svo bara dreif ég mig inn og fór að borða morgunmat, mundi varla eftir því að kveðja mömmu einu sinni. Dagurinn gekk mjög vel og ég var ánægð og upp með mér að vera orðin Barnaskólastúlka. Ég var nú samt dálítið lúin þegar ég kom heim og í smástund þurfti ég að sitja í mömmufangi og gráta svolítið. Eiginlega ekki yfir neinu sérstöku, ég var bara svona aum og lítil í mér í spennufallinu. En svo jafnaði ég mig alveg og daginn eftir var ég spennt og kát að fara í skólabílinn og kom svo heim með honum aftur í lok dagsins. Mikið fannst mömmu ég vera orðin stór og dugleg stúlka.

Pabbi er í útlöndum að vinna. Í skólanum í dag skrifaði ég honum bréf og bað mömmu að fara með það á pósthúsið. Það er sko ekki hægt að senda það í tölvunni því það er búið að skrifa það á blað. Pabbi reyndar kemur heim á morgun, en bréfið á samt fyrst að fara til hans fyrst. Það er svona:
Elsku pabi ég vona að ðú komi heim frá Rósu knús go kosar

2 ummæli:

  1. Hún er orðin svo stór og dugleg. Til hamingju með hana.

    SvaraEyða
  2. Ekkert smá dugleg og skýr stelpa sem þú ert Rósa prinsessa.

    SvaraEyða