fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólaklippingin

Mamma mín fór í klippingu rétt fyrir jólin og samþykkti að leyfa hárgreiðslukonunni að "ýta aðeins undir rauða litinn". Svo hárgreiðslukonan bara valdi litina og litaði hárið á mömmu. Og það er skemmst frá því að segja að ég fékk hláturskast þegar hún kom að sækja mig í skólann. Ég hló og hló og kom ekki upp orði í langan tíma. Svo loksins þegar ég var aðeins farin að jafna mig þá spurði mamma hvort hún væri ekki fín, "nei þú ert fyndin" sagði ég bara. Svo fór hún að sækja Guðmund Stein og hann var bara alls ekkert viss um að þetta væri rétt mamma, hann kom til hennar með hálfgerðum semingi og þegar hann var kominn í fangið á henni leit hann aftur á fóstrurnar sínar til að gá hvort þetta væri örugglega rétt, hvort hann ætti örugglega að fara heim með þessari konu. Liturinn var sem sagt vel dökk rauður og mikil breyting á mömmu okkar. En núna þegar við erum öll búin að venjast þessu þá finnst okkur þetta bara mjög fínt :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli