laugardagur, desember 01, 2007
Upprennandi sellósnillingur
Í dag spilaði ég í fyrsta skipti á sellóið mitt á tónleikum. Það gekk mjög vel hjá okkur, við spiluðum Löggan segir stopp stopp og Risakóngur Ragnar og spiluðum alveg eins og englar. Ég var bara pínu súr að fá ekki að spila meira. En ég jafnaði mig nú fljótt á því. Á eftir var svo jólaball og það kom jólasveinn og allt. Ég var aldeilis ekki feimin við hann eins og ég var nú stundum í gamla daga, hann meira að segja tók mig í fangið og sýndi öllum að ég væri með stjörnur í augunum af því ég er búin að vera svo stillt og góð (eins gott að hann veit greinilega ekki alveg allt... ;-) jújú, ég er alltaf mjög stillt og góð). Svo dönsuðum við í kringum jólatré og fengum kökur. Heldur betur var þetta flott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli