mánudagur, desember 24, 2007

Jólakveðja

Kæru vinir, frændur og frænkur, afar og ömmur og allir aðrir. Sökum ýmissa tölvutengdra vandamála á heimili tölvunarfræðinganna tveggja varð ekkert úr sendingu jólakorta þetta árið. Í staðinn kemur jólakveðjan hér í þetta sinn (og Guðmundur Steinn ætlar líka að senda jólakveðju).

Þetta er búið að vera skemmtilegt og viðburðaríkt ár hjá mér eins og fleirum í fjölskyldunni. Ég byrjaði í skóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, og ég byrjaði líka að læra á selló. Ég fór til Þýskalands að hitta ættingja og til Svíþjóðar að heimsækja Sunnu og Magga og líurnar litlu tvær (Emilíu og Júlíu). Svo fór ég í margar skemmtilegar heimsóknir, hélt veislur og margt fleira. Ég sendi hoppandi og skoppandi jólakveðjur til ykkar allra með kærum þökkum fyrir góðar stundir á árinu. Ég hlakka til að heimsækja ykkur flest sem fyrst og helst fá að gista, það finnst mér skemmtilegast.

Jólakossar og knús frá Rósu Elísabetu og fjölskyldu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli