föstudagur, desember 12, 2003

Ertu komin aftur...

eyrnabólga, landsins forni þú veist hvað. Og svo er nú það, ég er komin með bullandi eyrnabólgu í vinstra eyrað. Það útskýrir alla vega hvað ég er búin að sofa illa síðustu nætur. Nú þarf ég bara að vera dugleg að taka meðalið mitt, ég var nú mjög dugleg áðan og við mamma klöppuðum mikið fyrir mér. Ef ég verð dugleg og mér batnar vel, þá þarf ég bara að taka meðalið í fimm daga. Heyrðu og svo verð ég nú að segja ykkur annað, haldið þið að mamma hafi ekki sett stígvélið mitt út í glugga þegar ég fór að sofa í gær. Þetta fannst mér nú alveg út í hött og gat engan veginn farið að sofa fyrr en mamma var búin að taka stígvélið. Svo þegar ég vaknaði í morgun, þá var stígvélið aftur komið út í glugga, og í því var svín! Mamma segir að einhver Stekkjastaur hafi gefið mér það, ég skildi nú lítið í þessu öllu saman en var samt mjög ánægð með svínið. Ég er líka svo flink að gera svínahljóð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli