þriðjudagur, desember 02, 2003

Til hamingju með daginn amma mín

Jújú, amma Inga Rósa á afmæli í dag, til hamingju með það elsku amma. Ég fékk að fara með þeim ömmu og afa í annan ævintýraleiðangur á laugardaginn á meðan pabbi og mamma fóru með Sigurð Pétur að kaupa Línu langsokk dúkku handa mér. Það er alltaf svo gaman í ævintýrum með afa og ömmu, ég fékk að fara í rúllustiga og það var ótrúlega spennandi. Og ég fór labbandi í búðina með ömmu, rosalega dugleg. Ég var ekkert alveg tilbúin að fara þegar mamma og pabbi komu að ná í mig en það var nú samt gott að koma heim og leggjast í rúmið sitt og steinsofna á stundinni. Á sunnudaginn komu svo amma og afi á Akureyri í heimsókn, það var líka afskaplega gaman. Ég fékk fíl frá þeim sem ég knúsaði og kreisti. Svo fór ég með mömmu í bílinn að keyra þau á hótelið sitt og ég var frekar svekkt þegar ég fékk ekki að fara með þeim út úr bílnum heldur þurfti bara að fara heim aftur með mömmu. Í gær kom svo hún Linda að heimsækja okkur, hún ætlar að vera barnapían mín. Okkur mömmu leist bara mjög vel á hana og vonandi leist henni vel á mig. Ég var náttúrulega pínu feimin við hana en ég held samt að hún sé skemmtileg.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli