þriðjudagur, desember 16, 2003

Nokkrar nýjar myndir

Ekki mjög margar, en bara svona rétt til að þið sjáið hvað við erum ennþá sæt systkinin, og hvað mamma var flink að föndra aðventukrans, þær eru hérna. Annars er það er nú helst í merkilegum fréttum af mér að ég er búin að vera ótrúlega dugleg að taka meðalið mitt, ég bað meira að segja um meira hjá Katrínu í gær. Enda er ég búin að fá mjög fínt í skóinn frá jólasveinunum, lítinn hest og kú til að leika við svínið, bleika sokka með blómum og nýja snuddu. Mér líður líka miklu betur, mamma þarf að vekja mig á morgnana því ég bara steinsef fram eftir öllu. En ég missti því miður af jólaballinu sem ég ætlaði að fara á á laugardaginn. Í staðinn fékk ég að fara með ömmu í jólablómabúð á sunnudaginn, þar voru syngjandi páfagaukar og alls kyns fínt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli