þriðjudagur, september 27, 2005

Afmælisveislur

Þá er búið að halda tvær afmælisveislur fyrir mig. Um síðustu helgi var smáveisla með tveimur vinkonum mínum úr leikskólanum og Hauki og Silju og Tuma tígur köku. Og svo núna um helgina komu tvær vinkonur mínar sem gátu ekki komið í hina veisluna, og amma Inga Rósa, afi Guðmundur, Sunna, Maggi, Svanhildur Pons, Þórður, Anna Margrét, Pétur, Haukur og Silja, og amma Gisela kom og var hjá okkur um helgina. Það var nú aldeilis gaman að hún skyldi geta komið í afmælið mitt. Og mamma gerði Bangsímon köku. Hún er með fegurri fyrirheit með hverjum deginum um að fara að taka sig á í myndamálum, kannski fáið þið að sjá einhverjar myndir fyrir jól alla vega...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli