miðvikudagur, september 14, 2005

Ein frétt í viðbót

Í gær datt ég í fyrsta skipti (og sennilega ekki síðasta) á hjólinu mínu. Ég er sko alveg brjáluð á tvíhjólinu, hjóla á fleygiferð og man yfirleitt aldrei eftir að bremsa. Við fórum öll saman í göngu/hjólatúr og mamma og pabbi voru nokkrum sinnum búin að grípa í mig og minna mig á að bremsa, en svo í eitt skiptið náði mamma mér ekki svo ég bara datt af hjólinu á fleygiferð. Sem betur fer var ég með hjálm því annars hefði ég örugglega meitt mig mjög mikið í hausnum. En ég slapp með skrekkinn, rispaðist bara á gagnauganu því ég var á svo mikilli ferð að ég rann eftir gangstéttinni eftir að ég lenti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli