Frænka mín er búin að fá nafn í ósköp fallegri athöfn í Hjallabrekkunni hjá ömmu og afa. Og eins og ég vissi þá heitir hún Rós, að vísu ekki Svanhildur Rós, heldur Júlía Jökul Rós (eins og ég túlka það). En ég er búin að breyta nafninu í bara Jökul. Þannig að hún frænka mín heitir semsagt bara Jökul. Það finnst mér alveg ljómandi fallegt nafn.
Við mamma fórum niður í bæ í fyrradag með Sunnu og Jökul og vinkonum Sunnu. Við löbbuðum lengst lengst, ég var rosa góð í litlu kerrunni, fékk snúð og gaf öndunum restina þegar ég var búin að borða súkkulaðið. Það voru margir margir í bænum að syngja og kalla og alls konar, ég vildi auðvitað líka vera með og fór að syngja "þegar fólkið fer að búa, fer storkurinn að fljúga". Þetta var mikið fjör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli