þriðjudagur, október 11, 2005

Lítill haugur

Í morgun var ég haugur. Ég nennti ekki á fætur og tilkynnti mömmu og pabba að ég ætlaði bara að vakna á morgun. Þetta geri ég auðvitað aldrei um helgar, þá stekk ég fram úr rúminu ekki síðar en klukkan sjö! En þar sem í dag er virkur dagur og Sigurður Pétur var að fara í skólann, þá þurfti að reka mig fram úr rúminu. Svo mamma mín ákvað að grípa til þess vinsæla og vel reynda uppeldisráðs sem heitir mútur. Hún mútaði mér með því að þegar ég kæmi heim úr leikskólanum þá myndi amma mín passa mig. Þá var ég sko alveg til í að vakna í dag.

1 ummæli:

  1. Skrítið. Hvað er þetta með börn? 9 ára stjúpsonur minn vill ALLS EKKI vakna virka morgna, en um helgar er hann kominn á lappir og út um allt hús á svipuðum tíma og hann nennir ekki venjulega.

    Hlakka til þegar hann verður unglingur og búinn að læra að meta hamingjuna sem felst í að sofa fram yfir hádegi.

    SvaraEyða