föstudagur, september 29, 2006

Ég kann að skrifa

Daginn áður en ég varð fjögurra ára skrifaði ég "Gabríel kúkar í pabba rúm" og "Rósa pissar í móa", alveg sjálf. Síðan er ég líka búin að búa til kort handa vinkonu minni og skrifa á það "Kort tyl Ylfu Sólar frá Rósu".

Ég er líka búin að fá nýtt prinsessurúm og í nótt svaf ég 12 tíma án þess að rumska. Þetta er allt annað að eiga svona alvöru fínt rúm með góðri dýnu. Mamma og pabbi eru líka mjög ánægð með nýja rúmið, ég verð nefnilega svo úrill og önugsnúin þegar ég sef ekki nóg. Guðmundur Steinn var líka purrka í nótt, hann svaf samfellt í 7 tíma! Mamma var nú heldur en ekki kát með það.

Af honum er það annars helst að frétta að hann var í 6 vikna skoðun og er orðinn 6.360 grömm og 62 sentimetrar. Hann er semsagt búinn að stækka um einn sentimetra á viku frá því hann fæddist.

1 ummæli:

  1. Já, þeir eru engin smásmíði þessir drengir okkar :) Þór var 3940 gr. þegar hann fæddist, féll niður í 3600 gr. á þremur dögum en var svo orðinn 5 kíló eftir þrjár vikur. Hef svo ekki látið vigta hann síðan en óvísindalega heimavigtin mín sýnir uþb. 5700 gr.

    Það verður gaman að sjá þá hlið við hlið þessa bolta.

    SvaraEyða