sunnudagur, nóvember 12, 2006

Brabra

Ég var að mála mynd og ætlaði að biðja mömmu að hjálpa mér, svo ég spurði hana hvort hún kynni að mála önd. Mamma heyrði eitthvað ekki nógu vel í mér og spurði til að vera viss, "önd, svona sem segir brabra?". "Neinei", sagði ég, "bara þegjandi önd".

1 ummæli:

  1. Nafnlaus2:01 e.h.

    Hún er dásamlegur snillingur:)

    SvaraEyða