miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Stórafmæli

Í dag er hún Sunna frænka mín hvorki meira né minna en 30 ára! Til hamingju með daginn Sunna mín, ég vildi að ég gæti komið að heimsækja þig alein, mamma á að vera heima að passa Guðmund Stein á meðan.

Og hann afi minn Jón er nýorðinn 75 ára, til hamingju með það afi minn! Við fórum í veislu til hans á sunnudaginn. Ég var pínu ringluð með það hvar veislan ætti að vera, ég hélt að við myndum kannski fara til Akureyrar en mamma sagði mér að veislan yrði í Reykjavík. Svo ég var voða spennt að fara til Reykjavíkur í veislu og var alla leiðina í gegnum Garðabæ og Kópavog að spyrja hvort við værum núna komin til Reykjavíkur. Það var ótrúlega gaman í veislunni, ég var allan tímann að lita og spila við Silju frænku mína og líka fleiri krakka sem ég þekki ekki. Ég var ekkert feimin, ég sagði þeim hvað ég er gömul og hvað leikskólinn minn heitir.

Í gær var sundnámskeið og eftir námskeiðið átti ég nokkur gullkorn:
Mamma: Við verðum að drífa okkur svo pabbi komist á fundinn.
Rósa: Hvað gerist ef hann kemst ekki á fundinn? Missir hann vinnuna?
-
Rósa (við tvöfaldar útidyrnar í íþróttahúsinu): Þarna er önnur hurð. Er þetta aukahurð? Ef hin fýkur af?
-
Rósa: Hvað varstu að segja við manninn?
Mamma: Ég var að segja að það væru menn niðri og þar gæti hann kannski fengið að hringja.
Rósa: Hvað heldurðu að þeir segi við hann? Heldurðu að þeir segi, "þú ert svikari!"

2 ummæli:

  1. Nafnlaus2:22 e.h.

    Dásamlegur snillingur

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:56 e.h.

    Takk fyrir það Rósa mín. Þú ert velkomin hingað í heimsókn hvenær sem er.

    SvaraEyða