föstudagur, nóvember 10, 2006

Meiri hundasögur

Aftur er komið óveður, og í nótt fauk stórt rusl inn í garðinn okkar. Gabríel, varðhundurinn mikli, áttaði sig strax á því að þarna var illskeytt glæparusl á ferð og gelti sem óður væri þangað til mamma gafst upp á honum og lét hann sofa inni í herbergi hjá sér. Í morgun hringdi svo síminn hennar mömmu. Hún skildi ekkert hvar síminn var, en fann hann á endanum inni í hundabúrinu! Það sást samt ekkert á honum, Gabríel hafði ekkert nagað hann og hefur örugglega bara ætlað að hringja í tíkina hinum megin við götuna sem hann er svo ægilega skotinn í þessa dagana.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus7:28 e.h.

    Mikið eigið þið gáfaðan og skemmtilegan hund!

    SvaraEyða