miðvikudagur, mars 19, 2003

Ég er komin með tönn! Við mamma vorum ekki alveg vissar um daginn, en svo sýndi ég henni áðan og þá sá hún alveg tönnina, hún er komin öll upp úr gómnum. Svo nú verður hún að drífa sig að kaupa tannbursta. Og ég hef bara ekkert fundið fyrir þessu, aldeilis sem ég er nú heppin. Vonandi verður þetta bara svona auðvelt með hinar tennurnar líka. Aldeilis verður nú fyndið að sjá mig bráðum, með eina litla framtönn í neðri góm.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli