fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég er svo flink! Ég var loksins að læra að velta mér af bakinu á magann. Og mamma sá mig ekki einu sinni þegar ég velti mér, ég vará teppinu mínu og svo kom hún og þá var ég bara komin á magann. Ekkert smá dugleg. Svo er ég í nýjum fötum í dag, ég var næstum búin að vaxa upp úr þeim án þess að fara nokkurn tíma í þau. Þetta er nefnilega samfella og smekkbuxur og samfellan rétt svo passar, en buxurnar eru dálítið síðar ennþá og mamma var alltaf bara að horfa á þær þegar hún var að athuga hvort ég myndi passa í þessi föt. Ætli ég sé með eitthvað stuttar lappir? Annars svaf ég ekki vel í nótt. Kannski út af kvefinu mínu. Alla vega fékk ég loksins að koma upp í til mömmu klukkan hálffjögur, ég held hún hafi ekki nennt þessu lengur. Samt fékk ég ekki að drekka neitt, bara sjúga puttann hennar. En þá gat ég alveg sofnað, loksins. Pabbi fattaði líka að setja saltvatn í nefið mitt og þá leið mér betur. Svo klukkan sex vaknaði ég og fannst bara vera komin dagur, en það var ekki almenn stemmning fyrir því. Svo þá fékk ég að drekka og lék mér svo bara að tánum mínum og svona í smá stund og sofnaði svo aftur. Þannig að mamma og pabbi voru dauðþreytt í morgun og sváfu yfir sig og stóri bróðir var næstum orðinn of seinn til tannlæknis. En það slapp og hann var rosalega duglegur og ekki með neinar holur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli