fimmtudagur, mars 27, 2003

Rosalega er ég nú klár og fljót að læra. Fyrir þremur dögum gat ég náð seríosi í lófann minn, en svo hvarf það alltaf og ég skildi ekki neitt. En núna gengur mér bara ágætlega að tína upp í mig hringina. Að vísu fara þeir stundum úr munninum aftur með hendinni, en mér tekst líka að koma mörgum alla leið ofan í maga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli