þriðjudagur, júní 01, 2004

Allt að gerast

Pabbi var í útlöndum í síðustu viku, á meðan keyptum við mamma og Sigurður Pétur handa honum bíl. Hann er stór, svartur og mjög flottur, við krakkarnir erum mjög ánægð með hann og sem betur fer pabbi líka. Um helgina fórum við svo í Víðihlíð og byrjuðum að undirbúa að koma þar fyrir heitum potti. Ég var mjög dugleg að hjálpa við að moka og mamma og pabbi og Sigurður Pétur voru nokkuð dugleg líka. Svo voru þarna afi og amma, Þórður, Sunna og Maggi. Mér fannst sko ekki amalegt að hafa allt þetta fólk í kringum mig og hafði reglulega nafnakall.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli