fimmtudagur, júní 24, 2004
Sund sund sund og meira sund
Garðabæjarsundlaug er sko ótrúlega skemmtileg, það er nefnilega rennibraut þar og ég er örugglega búin að fara fimmtíu ferðir í henni. Á mánudaginn fór ég með pabba og mömmu og þá komst ég að því hvað rennibrautin er rosalega skemmtileg og fór endalausar ferðir í henni. Á þriðjudaginn kom svo stóri bróðir með og þá fór hann með mér aftur og aftur og aftur, þá fannst mér kominn tími til að prófa mig aðeins áfram og prófaði að renna mér nokkrum sinnum á maganum og líka að renna sitjandi á litlum korki þannig að ég fór á fleygiferð og á bólakaf í lokin. Þetta var alveg klikkað fjör skal ég segja ykkur. Vonandi kemur fljótt aftur gott veður svo ég geti haldið áfram að renna mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli