mánudagur, júní 14, 2004

Muuuuuu

Loksins fattaði mamma að ég er með gin- og klaufaveiki, sem heitir víst í fólki handa-, fóta- og munnsjúkdómur og er ekki sama veiki og kusurnar fá. En þess vegna er allt skinnið að detta af iljunum mínum, þess vegna vil ég bara borða banana, þess vegna er svona vont að hósta og þess vegna hef ég sofið svona illa og verið pirruð. Það er nú gott að vita hvers vegna þetta er, nú bara grær þetta vonandi fljótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli