miðvikudagur, júní 16, 2004

Mikið var þetta nú gott

Ég vaknaði bara einu sinni í nótt til að fá mér að drekka, og steinsvaf svo á báðum mínum grænu eyrum til klukkan hálfníu í morgun. Mamma trúði því varla þegar hún leit á klukkuna. Mér er greinilega eitthvað að batna af veikinni. Í fyrrinótt vaknaði ég fimm sinnum og vildi ekki neitt, ekki drekka, ekki snuddu, ekki láta halda á mér og bara ekki neitt. Það var ekkert gaman, þetta er miklu betra að sofa svona vel og vandlega alla nóttina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli