mánudagur, desember 13, 2004

Þetta var gaman

Loksins fékk ég fara út og mikið var ég fegin. Fyrst fékk ég að fara að hitta lækninn og leika mér að dótinu á heilsugæslustöðinni. Svo fékk ég að fara til Rósu Sólveigar frænku minnar að láta taka mynd af hóstanum mínum og hún gaf mér rauða blöðru sem ég var yfirmáta ánægð með. Og loks fékk ég að fara í bankann þar sem voru rosa góðar piparkökur, ég fékk stjörnupiparköku, jólasveinapiparköku og englapiparköku. Við fáum svo að vita á morgun hvort það sást eitthvað á myndinni af hóstanum mínum. Annars verð ég bara að reyna að vera dugleg að fá pústið mitt, ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af því, held mér líði hálf illa af því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli