laugardagur, desember 25, 2004

Meiri veikindi

Bara til að halda sjúkrasögunni til haga, þá er ég komin með nýja lungnabólgu. Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt og bankaði á hurðina rattatattatatt, skrifaði á miða hvaða meðal skyldi fá og afi Jón og amma Gisela fóru að kaupa meðalið handa mér. Mamma og pabbi eru nefnilega voða lasin líka, svo það eru hálf lufsuleg fyrstu jólin í Skrúðási 8.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli