mánudagur, desember 20, 2004

Í leikskólanum

Þá fékk ég loksins að fara aftur í leikskólann, húrra! Það var svolítið erfitt að vakna því ég hef verið að sofna svo seint á kvöldin og vakna á nóttunni til að kíkja í skóinn. En ég var samt mjög dugleg, fékk pústið mitt og meðalið og smá sláturbita með og mætti svo í morgunmatinn á leikskólanum. Það var sko tekið vel á móti mér og ég bara sagði bless við mömmu, tók í hendina á Steinunni kennaranum mínum og við leiddumst inn. Ég var ekkert að þykjast skæla og svona eins og ég hef stundum gert, ég var bara glöð að vera komin og vildi drífa mig inn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli