Takk fyrir allar góðar batakveðjur, heilsufarið á heimilinu er heldur að skána en ég fæ samt ekki að fara á jólaball í dag. En við verðum vonandi orðin þokkaleg hress um áramótin að minnsta kosti, þessi jól hafa annars farið fyrir frekar lítið. Það var nú samt jólaboð hérna á annan í jólum. Pabbi lá að vísu í rúminu, mamma hafði sig á lappir og að borðinu, en gestirnir sáu um að elda matinn og ganga frá. Ég smakkaði samt ekkert á jólamatnum, hélt mig bara við ristaða brauðið sem er búin að vera mín aðalfæða um jólin. En ég var nú aldeilis dugleg í gær, ég fór í sturtu og fór á koppinn áður eins og ég geri alltaf, án þess að það gerist svo sem neitt. En í þetta skipti vildi ég ekki gefast upp því ég vissi að ég þyrfti að pissa, á endanum fór ég samt í sturtuna en fór svo aftur úr henni til að fara aðeins aftur á koppinn og pissaði í hann! Vá hvað ég var montin og hissa, og mamma líka. En ég vil nú samt ekkert fara aftur á koppinn í dag, vil bara fá að hafa bleyjuna mína.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli