föstudagur, mars 04, 2005

Gott veður

Mikið er gaman þegar veðrið er svona gott og hægt að leika úti. Þó það sé reyndar dálítið kalt ennþá, þá bara klæði ég mig vel og fer beint út að leika þegar ég kem heim úr leikskólanum. Ég er orðin afskaplega flink að hjóla á þríhjólinu og svo fer ég líka í gönguferðir með dúkkuna mína í kerrunni sinni. Ég hlakka til þegar það verður hlýrra og mamma kaupir handa mér sandalaskó, það er það sem mig langar mest af öllu í núna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli