mánudagur, mars 07, 2005

Pissað í snjóinn

Í gær fór ég í langan bíltúr með pabba, mömmu, afa og ömmu. Við fórum langt langt þangað til við fundum fullt af snjó, ég pissaði í snjóinn og renndi mér á skíðum og snjóþotu. Pabbi keyrði langt upp í brekkuna og svo renndum við okkur niður á snjóþotu, það var mjög brjálað. Á laugardaginn fórum við mamma með ruslakerru, ég var rosa dugleg að henda öllu ruslinu og mamma hjálpaði líka aðeins til. Það var mjög gaman, mér finnst svo spennandi að fara í ruslaleiðangur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli