miðvikudagur, júní 08, 2005

Afmælisveisla

Í gær fór ég á veitingastað með afa og ömmu sem áttu afmæli (30 ára brúðkaupsafmæli), pabba og mömmu, Þórði, Magga, Sunnu og bumbunni. Sigurður Pétur gat ekki komið af því hann er með hlaupabólu, aumingja hann. En ljósið mitt fékk að koma með (dúkkan mín). Ég ætlaði eiginlega bara að fá afmælisköku og engan mat, en svo fékk amma þá snilldarhugmynd að fá handa mér skyr og brauð með smjöri. Það var sko góður matur, ég smakkaði líka hörpuskel og skötusel hjá mömmu en mér fannst skyrið miklu betra. Svo fékk ég köku og ís. Ég söng líka afmælissönginn nokkrum sinnum fyrir ömmu og afa og gaf þeim pakka. Þetta var svo gaman og ég var í miklu fjöri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli