miðvikudagur, júní 01, 2005
Snillingafjölskylda
Það eru sko fleiri en ég sem eru snillingar í fjölskyldunni. Í gær sagði ég nýju kennurunum mínum á Bláa kjarna frá því hvað pabbi minn er mikill snillingur, hann getur meira að segja tengt vídeótækið niðri! :-) Þetta sagði ég þeim alveg í óspurðum fréttum, rétt eins og eitt af því síðasta sem ég ræddi við kennarana mína á Litla kjarna, sem var að útskýra fyrir þeim hvernig hvítu blóðkornin virka. Ég er með þetta allt saman alveg á hreinu, enda ætla ég að verða læknir þegar ég verð stór. Ekki tannlæknir, bara svona venjulegur læknir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Ég er þess fullviss um að þú verður góður og fær læknir, unga hnáta :-)
SvaraEyða