þriðjudagur, maí 31, 2005

Alltaf að stækka

Nú er ég orðin svo stór stúlka að ég er að fara að hætta á Litla kjarna. Ég fór í heimsókn á Bláa kjarna í gær og mér líst rosalega vel á hann, ég alveg nýt mín með öllum stóru stúlkunum, enda er ég svo mikill snillingur. Að vísu leist mér ekkert á þegar mamma fór að tala um að það væri ekki snuddubox á Bláa kjarna, þá ætlaði ég að hætta við allt saman. En þá dró mamma bara í land með þetta með snudduboxið, ég fæ alveg að hafa áfram snuddu í lúrnum.

2 ummæli:

  1. Han Guttormur í Húsdýragarðinum tekur líka alltaf við notuðum duddum... eins undarlegt og það hljómar :-/

    SvaraEyða
  2. Já, við mamma erum aðeins búnar að ræða það, ég vil alveg endilega fara í Húsdýragarðinn en bara sleppa þessu með að gefa dýrunum snuddurnar, ég er ekki til í það :)

    SvaraEyða