mánudagur, maí 23, 2005

Bólabóla

Mamma var voða bjartsýn og hélt að ég myndi bara sleppa vel við hlaupabóluna. En það var víst ekki svo gott, ég er með bólur algjörlega alls staðar, á augnlokunum, í augnkrókunum, á tungunni og vörunum, í eyrunum, lófunum og barasta út um allt. Einu líkamspartarnir sem eru bólulausir enn sem komið er eru nefið og tásurnar. Þetta er búið að vera dálítið erfitt og ég er búin að sofa ósköp illa, en ég er ósköp dugleg að klóra mér ekki og uni mér ágætlega á daginn. Pabbi keypti DVD diska með Múmínálfunum og Línu Langsokk handa mér, og líka dúkku sem skælir. Ég var nú aldeilis alsæl með það skal ég segja ykkur.

2 ummæli:

  1. Æji, krúttið mitt... vonandi nærð þú þér fljótt aftur :-)

    SvaraEyða
  2. Æ-hjartan kellingin :(

    Vonandi fer þér fljótlega að líða betur-og þá færðu aldrei aftur hlaupabóluna!

    SvaraEyða