fimmtudagur, maí 26, 2005

Nú má ég fara í leikskólann

Loksins! Ég er að vísu ennþá með einhverjar bólur, en þær eru ekki smitandi lengur og ég er ekkert lasin. Það verður örugglega fjör, það er líka svo gott veður og gaman að leika úti. Reyndar var ég dálítill haugur í morgun, vildi helst bara horfa á múmínálfana og fá saltstangir... En það var nú samt ágætt að drífa sig bara á fætur og í leikskólann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli