föstudagur, maí 13, 2005

Nýtt útlit

Maður þarf stundum að breyta til :-) Annars er allt gott að frétta af mér, ég er reyndar með hor og ljótan hósta en vonandi verður ekkert meira úr því. Amma Gisela og Haukur og Pétur og Silja ætla að heimsækja mig um helgina. Ég get alveg næstum ekki beðið. Og annað í fréttum er að ég kann eiginlega alla stafina og líka að greina í sundur hljóð og finna út hvaða staf orð eiga. Ég er ótrúlegur snillingur. Ef ég gæti nú bara hætt með snuddu, þá væri ég eiginlega bara orðin fullorðin, eða a.m.k. unglingur.

1 ummæli:

  1. TIl lukku með nýja útlitið... það er mjög dömulegt og sætt :-)

    SvaraEyða