föstudagur, maí 20, 2005

Ég má ekki fara í leikskólann í dag

Ég er nefnilega með hlaupabólur. Ég er samt ekkert mikið lasin, mér finnst þetta bara svolítið fyndið og spennandi að vera með svona bólur. Við vonum bara að þetta verði ekkert verra, þá sleppum við nú vel.

Í gær var einhver keppni í sjónvarpinu. Ég nennti nú ekkert að horfa á hana og var reyndar svo þreytt að ég fór bara að sofa. En stóri bróðir minn hins vegar horfði og var ósköp miður sín að Ísland skyldi ekki vinna. En við ætlum nú samt að hafa veislu og snakk á laugardagskvöldið þó Ísland fái ekki að vera með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli